*

sunnudagur, 25. október 2020
Fólk 25. júní 2018 11:48

Gylfi nýr forstjóri HVEST

Gylfi Ólafsson hefur verið skipaður forstjóri heilbrigðisstofnunar vestfjarða.

Ritstjórn
Gylfi Ólafsson, nýr forstjóri HVEST
Aðsend mynd

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að skipa Gylfa Ólafsson forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef ráðuneytisins. 

Gylfi er heilsuhagfræðingur að mennt. Hann lauk B.Ed. gráðu sem grunnskólakennari frá Háskólanum á Akureyri, M.Sc. í hagfræði frá Stokkhólmsháskóla og hefur lagt stund á doktorsnám í heilsuhagfræði við Karolinska í Stokkhólmi frá árinu 2013.

Samhliða doktorsnámi hefur Gylfi starfað sem sjálfstætt starfandi ráðgjafi í heilsuhagfræði, sinnt stundakennslu við Háskóla Íslands, auk þess sem hann stofnaði og rak nýsköpunarfyrirtækið Víur í Bolungarvík árin 2013 – 2016. Gylfi var aðstoðarmaður Benedikts Jóhannessonar fjármála- og efnahagsráðherra árið 2017.

Í umsögn hæfnisnefndar um Gylfa segir meðal annars að hann hafi nokkuð víðfeðma reynslu úr stjórnkerfinu og þekkingu á heilbrigðismálum í gegnum nám sitt og verkefni. Í umsögninni er einnig vísað til þess að hann hafi mikinn áhuga á að gegna embætti forstjóra við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða og hafi kynnt sér vel starfsemi hennar.

Stikkorð: Ólafsson Gylfi