Lán sem Eimskipafélagið [ HFEIM ] ábyrgist fyrir Air Atlanta hefur lækkað í 185 milljónir dollara úr 285 milljónum dollara, að sögn Gylfa Sigfússonar, forstjóra skipafélagsins.

Í uppgjörsgögnum kemur fram að ábyrgðin nær til loka október.  Í uppgjörsgögnum kemur fram að ábyrgðin nær til loka október.

Gylfi sagði á afkomufundi morgun að þessi lánsfjárábyrgð væri allt annars eðlis en ábyrgðin sem félagið veitti XL Leisure Group sem var lýst gjaldþrota í gær.

Air Altanta er flugfélag en XL Leisure Group ferðaskrifstofa. Þá nefndi hann að á bakvið lánsfjárábyrgðina til Air Atlanta sé Eimskipafélagið með veð í ellefu flugvélum en skipafélagið var með veð í hlutabréfum XL Leisure Group.

Verðmæti þessara flugvéla var 203 milljón dollara, samkvæmt verðmati sem gert var í síðastliðinn janúar af ráðgjafafyrirtækinu Santos Dumont sem starfar í Dublin.

„Vissulega stendur krafan undir sér,“ sagði Gylfi.

Fundargestur benti á að aðstæður á flugmarkaði hafi versnað mjög frá þeim tíma. Gylfi sagði að unnið væri að endurmati. Hann sagði Santos Dunmont geri ráð fyrir því að verðmæti einhverja flugvélanna hafi lækkað um 10-15% en aðrar hafi lækkað minna eða um 5%.