Eins og áður hefur komið fram nam hagnaður Eimskips eftir skatta í fyrra 12,7 milljónum evra (andvirði um 2,1 milljarðs króna), en var 13,1 milljón evra árið 2011. Hreinn fjármagnskostnaður lækkar milli ára og er það lakari rekstrarhagnaður sem skýrir lækkunina milli ára. Rekstrarhagnaður Eimskips árið 2011 nam 19,9 milljónum evra en var 13,7 milljónir evra í fyrra. Lægri rekstrarhagnaður kemur svo einfaldlega til vegna þess að rekstrarkostnaður hækkar meira á árinu en tekjur.

VB Sjónvarp ræddi við Gylfa Sigfússon, forstjóra Eimskips, eftir uppgjörsfund félagsins í morgun. Þar var Gylfi m.a. spurður að því, í ljósi mikillar hækkunar á bréfum félagsins undanfarnar vikur, hvort að gengi félagsins hafi verið of lágt skráð þegar félagið fór á markað sl. haust.