*

laugardagur, 26. september 2020
Innlent 10. desember 2019 15:30

Gylfi vísar niðurstöðu til Landsréttar

Héraðsdómur hafnar kröfum fyrrum forstjóra Eimskipafélagsins vegna níu ára rannsóknar SKE.

Ritstjórn
Gylfi Sigfússon er fyrrverandi forstjóri Eimskipafélags Íslands.
Haraldur Guðjónsson

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag gegn Gylfa Sigfússyni fyrrverandi forstjóra Eimskipafélags Íslands í afmörkuðum þáttum rannsóknar Samkeppniseftirlitsins sem staðið hefur yfir frá árinu 2010. Samkvæmt tilkynningu Eimskipafélagsins hyggst Gylfi vísa niðurstöðunni til Landsréttar, en um er að ræða þrjár kröfur sem hann hafði sett fram:

  • Að Héraðssaksóknari legði fram tiltekin gögn
  • Að tiltekin vitni myndu gefa skýrslu fyrir dómi
  • Að Héraðssaksóknara yrði synjað um að leggja fram umsögn Samkeppniseftirlitsins

Eins og Viðskiptablaðið fjallaði um í október vísaði Héraðsdómur Reykjavíkur frá dómi kröfu Gylfa um að rannsókn lögreglunnar á kæru Samkeppniseftirlitsins yrði hætt í heild sinni, en hann hafði strax þá ákveðið að vísa málinu til Landsréttar.

Á þeim tíma sagði félagið m.a. í tilkynningu:

„Aðalkröfu sína reisti Gylfi á því að rannsókn Samkeppniseftirlitsins hafi ekki hafist með lögmætum hætti. Rannsókn Héraðssaksóknara sé afleiðing af rannsókn Samkeppniseftirlitsins sem sé slíkur ágalli að hún sé ólögmæt og að hana beri að fella niður.“