Samkvæmt nýrri bandarískri rannsókn á tengslum launa forstjóra og afkomu fyrirtækja finnast lítil tengsl þar á milli.

Á vefnum thinkprogress.org er fjallað um rannsókn ráðgjafafyrirtækisins Equilar þar sem laun 200 hátt launaðra forstjóra voru borin saman við afkomu fyrirtækjanna þar sem þeir vinna. Niðurstöðurnar sýndu enga fylgni milli launa forstjóra og afkomu fyrirtækja. Fram kom í greininni að laun forstjóra byggðust 1% á gengi hlutabréfa fyrirtækisins og 99% af öðru. Reyndin er oft sú að bónusakerfi og kaupaukar setja markmið sem auðvelt er að ná eða þeim er fylgt illa eftir. Forstjórar hafa komist upp með að fá háar bónusgreiðslur burtséð frá því hvernig fyrirtækinu gengur.

Dæmi eru jafnvel um að þau fyrirtæki sem borga forstjórum hvað hæstu laun gengur verr en öðrum. Tap hluthafa þeirra fyrirtækja er að meðaltali 1,4 milljarðar dollara. Ein skýring sem lögð er til á þessu er sú að ofurlaun fylli forstjórana ofurtrú á sjálfum sér, sem leiði til slæmra ákvarðana.

Í greininni er einnig bent á að tæplega 40% af þeim forstjórum sem hafa haft hæst laun síðustu 20 árin hafa verið reknir ýmist vegna fjársvika, eða mistaka í starfi.