Ármann Þorvaldsson fjallar um nýútkomna bók sína, Ævintýraeyjuna, á hádegisverðarfundi Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga í dag kl. 12:00 á Grand hótel Reykjavík. Ármann um fjalla um upplifun sína á uppgangi Kaupþings, efnahagshruninu og loks falli þessarar heimsmyndar og íslenska fjármálakerfisins í fyrrahaust. Þröstur Olaf Sigurjónsson viðskiptafræðingur, stýrir fundi og fyrirspurnum úr sal.   Ármann Þorvaldsson, fyrrum forstjóri Kaupthing Singer & Friedlander, segir söguna af uppgangi Kaupþings og íslenska fjármálakerfisins og veitir innsýn inn í heim bankamannsins, heim sem var lokaður flestum en hafði áhrif á okkur öll.  Ármann, sagnfræðimenntaður kennarasonur úr Breiðholti, fylgir okkur í gegnum sögu Kaupþings, allt frá þeim dögum sem bankinn var lítið verðbréfafyrirtæki yfir í stærsta banka landsins, oft með sprettum sem minntu helst upplifun úr kvikmyndum.

Þröstur Olaf Sigurjónsson er lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Hann lauk cand. oecon námi frá viðskiptadeild HÍ árið 1994, BS námi í heimspeki og bókmenntum við sama skóla 1996 og MBA frá IESE árið 2000. Samhliða starfi sínu í HR er Þröstur í doktorsnámi við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn, CBS. Áður starfaði Þröstur sem rekstrarráðgjafi á sviði stefnumótunar og stjórnskipulags fyrirtækja bæði hjá KPMG og PricewaterhouseCoopers í Kaupmannahöfn.

Fundurinn hefst kl. 12.00 og er öllum opinn. Verð: 3.000 kr. fyrir félagsmenn og 4.900 kr. fyrir aðra. Skráning fer fram á www.fvh.is