72 slösuðust þegar að hæð í indónesísku kauphöllinni hrundi að því er kemur fram á vef Bloomberg. Kauphöll Indónesíu er staðsett í tveimur turnum en um er að ræða hæð í turni tvö.

Hrunið átti sér stað í hádeginu þegar starfsmenn voru í hádegishléi en viðskipti hófust þó aftur að því loknu líkt og ekkert hefði í skorist. Hlutabréfaverð virðist ekki hafa orðið fyrir teljandi áhrifum og aðalvísitala kauphallarinnar hefur staðið nánast óbreytt.

Turnarnir tveir eru 32 hæða háir en fyrri turninn var byggður árið 1994. Seinni turninn, hvers hæð féll niður, var byggður árið 1998 en í honum eru einnig skrifstofur Heimsbankans (e. The World Bank).