Geir H. Haarde - Blaðamannafundur 06.06.11
Geir H. Haarde - Blaðamannafundur 06.06.11
© vb.is (vb.is)
Andri Árnason hrl. stendur að öllu leyti við fyrri niðurstöður sínar um hæfi Gunnars Þ. Andersens til að gegna forstjórastarfi Fjármálaeftirlitsins og telur að ekkert nýtt hafi komið fram um málið í umfjöllun Kastljóss RÚV eða í þeim gögnum sem var aflað í kjölfar umfjöllunarinnar. Þetta segir orðrétt í fréttatilkynningu frá Fjármálaeftirlitinu. Þar segir að þetta sé niðurstaða í greinargerð sem Andri vann að ósk stjórnar Fjármálaeftirlitsins og skilaði í dag, 13. janúar.

„Í áliti Andra kemur fram að í umfjöllun Kastljóss gæti nokkurs misskilnings og að hún sé að hluta til byggð á röngum forsendum. Stafar það meðal annars af því að gögn sem Kastljós vísar til vörðuðu ekki starfsemi þeirra félaga sem fjallað var um í þættinum," segir í tilkynningu Fjármálaeftirlitsins.

Fara yfir álit Andra

Í samantekt um málið í fréttatilkynningunni segir að í kjölfar umfjöllunar Kastljóss um hæfi Gunnars 17. nóvember sl. ákvað stjórn Fjármálaeftirlitsins að fela Andra að kanna hvort eitthvað nýtt hefði komið fram um hæfi Gunnars sem hefði áhrif á hans fyrra mat. Einnig ákvað stjórnin á sama tíma að fela tveimur óháðum sérfræðingum að fara yfir álit Andra og gögn málsins og gefa sjálfstætt álit á hæfi Gunnars. Á fundi stjórnar í dag var Ástráði Haraldssyni hæstaréttarlögmanni og Ásbirni Björnssyni endurskoðanda falið það verkefni.