Íslendingum gefst nú í fyrsta sinn færi á að taka hæfileikapróf Bloomberg (e. Bloomberg Aptitude Test). Prófinu er ætlað að aðstoða fyrirtæki við að finna starfsmenn sem henta í ólík störf og hafa yfir 20.000 fyrirtæki á heimsvísu aðgang að einkunnum þeirra sem taka prófið. Hæfileikaprófið er alþjóðlegt staðlað próf sem Bloomberg- stofnunin hefur þróað í samvinnu við fyrirtæki, háskóla og sérfræðinga víðsvegar um heiminn.

Ingvi Þór Georgsson er umsjónarmaður prófsins á Íslandi. Hann segir prófið fyrst hafa verið haldið hérlendis í febrúar síðastliðnum en það hefur farið fram í Háskólanum í Reykjavík og Háskólanum á Bifröst. „Ég þekki sjálfur til tveggja nemenda sem hafa fengið boð um að senda ferilskrá sína til fyrirtækja erlendis eftir að hafa tekið prófið,“ segir Ingvi. Alls hafa 36 nemendur þreytt prófið í Háskólanum í Reykjavík.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .