*

sunnudagur, 13. júní 2021
Innlent 23. maí 2018 09:26

Hæg afgreiðsla tefur uppbyggingu

Samtök iðnaðarins segja hæga málsmeðferð í skipulags- og byggingarmálum koma í veg fyrir íbúðauppbyggingu.

Ritstjórn
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins
Haraldur Guðjónsson

Í nýrri úttekt frá Samtökum iðnaðarins er hæg málsmeðferð í skipulags- og byggingarmálum gagnrýnd. Hæg afgreiðsla mála geti valdið töfum á framkvæmdum sem getur staðið í vegi fyrir íbúðauppbyggingu. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í morgun.

Um áramót höfðu 22% þeirra mála sem biðu afgreiðslu hjá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála beðið í meira en 18 mánuði.

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni segir bráðnauðsynlegt að þessu verði breytt og telur hann einföldun á kerfinu vera lykilþáttinn í því. 

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, segir mikilvægt að laga- og reglugerðaumhverfið sé einfaldað.