*

miðvikudagur, 26. júní 2019
Innlent 12. júní 2018 09:29

Hægari fjölgun launþega

Frá maí á síðasta ári til apríl 2018 voru að jafnaði 17.866 launagreiðendur á Íslandi.

Ritstjórn
Hagstofa Íslands
Haraldur Guðjónsson

Frá maí á síðasta ári til apríl 2018 voru að jafnaði 17.866 launagreiðendur á Íslandi og hafði þeim fjölgað um 635 eða 3,7% frá síðustu 12 mánuðum þar á undan. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar.

Á sama tímabili greiddu launagreiðendur að meðaltali um 191.000 einstaklingum laun sem er aukning um 4,4% samanborið við 12 mánaða tímabil ári fyrr.

Í apríl 2018 voru 2.676 launagreiðendur og um 13.100 launþegar í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð, og hefur launþegum fjölgað um 12% samanborið við apríl 2017. Á sama tímabili hefur launþegum í heild fjölgað um 3%. 

Stikkorð: Hagstofa Íslands
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is