*

þriðjudagur, 25. júní 2019
Innlent 26. september 2018 13:14

Hægari vöxtur í kortunum

Gert er ráð fyrir að fjárfesting verði talsverð út spátímann eða 23% af vergri landsframleiðslu.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Greinendur hjá Íslandsbanka spá hægari vexti á komandi árum en gert er ráð fyrir 3,4% vexti í ár og 1,5% á næsta ári. Þetta kemur fram í nýbirtri Þjóðhagsspá bankans. Í spánni kemur meðal annars fram að árið 2019 verði ár aðlögunar og hafa væntingar um minni umsvif í efnahagslífinu bæði hérlendis og erlendis. 

Gert er ráð fyrir að fjárfesting verði talsverð út spátímann eða 23% af vergri landsframleiðslu. Spáð er að vöxtur í íbúðarfjárfestingu á spátímanum muni vera 48% á spátímanum. Jafnframt er gert ráð fyrir að viðskiptaafgangur af vergri landsframleiðslu verði að jafnaði 2,3% út áratuginn. 

Verðbólguspá bankans gerir ráð fyrir 3,5% verðbólgu á næsta ári en 3,0% í lok áratugarins. Þá er gert ráð fyrir að hægja muni á vexti kaupmáttar launa og hann verði 3,2% í ár en 1,8% á næsta ári. 

Greinendur gera ráð fyrir að nafnvextir muni lækka að nýju á spátímanum. Jafnframt er spáð að langtíma nafnvextir verði í kring um 4,7% og raunvextir nærri 1,8% undir lok spátímans.

Þjóðhagsspána í heild sinni má lesa hér

Stikkorð: Íslandsbanki Greining
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is