*

miðvikudagur, 26. júní 2019
Innlent 12. mars 2018 09:09

Hægari vöxtur kallar á minni launahækkanir

Stjórnarformaður stærstu hótelkeðju landsins segir hækkanir fámenns hóps forstjóra valda því að aðrir telja sig hafa setið eftir.

Ritstjórn
Ólafur Torfason stjórnarformaður Íslandshótela fyrir utan Grand hótel

Ólafur Torfason stjórnarformaður Íslandshótela, stærstu hótelkeðju landsins, segir óraunhæft að hækka laun mikið í íslenskri ferðaþjónustu því nýtt skeið hægari vaxtar sé runnið upp í greininni að því er fram kemur í Morgunblaðinu.

„Það er þegar farið að hægja á vextinum og er áskorunin í dag að viðhalda góðri stöðu. Það er ekki sjálfgefið að það takist,“ segir Ólafur en hann segir miklar launahækkanir Kjararáðs og einstakra forstjóra óheppilegar. 

„Um er að ræða fámennan hóp í stóru myndinni sem veldur því að aðrir hópar telja sig hafa setið eftir.“

Ólafur hefur áhyggjur af því að of langt verði gengið í launakröfum og vísar í að ef verðbólgan fari af stað vegna launahækkana muni gengi krónunnar bara lækka á móti hækkununum.

„Það væri ekki gott að fá það ofan í hátt gengi krónunnar og mögulega hækkun á virðisaukaskatti á ferðaþjónustu,“ segir Ólafur enda segir hann Íslendinga þekkja vel afleiðingar verðbólgunnar.

„Laun starfsmanna okkar hafa hækkað. Þar koma til samningsbundnar hækkanir og launaskrið. Afkoma ferðaþjónustunnar í heild á árinu 2017 er ekki eins góð og hún var 2016 og skýrist það einkum af sterkara gengi og umræddum launahækkunum.“

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is