*

sunnudagur, 1. ágúst 2021
Innlent 26. maí 2013 08:55

Hægir á breytingum innan 365

Forstjóri 365 miðla segir að með breytingum á framkvæmdastjórn og skipuriti náist framleiðniaukning.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, segir að skipulagsbreytingar innan fyrirtækisins á undanförnu einu og hálfa ári hafi allar stefnt í sömu átt. „Ég býst við að þetta sé að taka á sig þá mynd að það hægi á breytingum,“ segir Ari. Hann segir markmið breytinganna vera það að minnka yfirbyggingu og færa ákvarðanir nær framlínunni.

Talsverðar breytingar hafa verið gerðar á skipulagi rekstrar 365 miðla að undanförnu. Í janúar var tilkynnt um breytingar þar sem verkefni voru færð milli deilda. Mikael Torfason var ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins við hlið Ólafs Stephensen í mars og í síðustu viku var greint frá því að hann muni stýra sameinaðri ritstjórn Fréttablaðsins, fréttatíma Stöðvar 2 og Vísis. Freyr Einarsson, sem áður var yfir fréttastofu Stöðvar 2, Vísi og íþróttum verður yfirmaður Sjónvarps, að undanskildum fréttum. Pálmi Guðmundsson, sem var yfir dagskrá Stöðvar 2, er eftir breytingarnar undir verkstjórn Freys.

„Við erum að færa sjónvarpsrekstur, sem hefur verið í tveimur kubbum, í einn. Við teljum okkur ná fram framleiðniaukningu með því og sama gildir með tæknimálin,“ segir Ari. Hann telur skýr rök fyrir breytingum og að ýmis verkefni hafi færst inn í fyrirtækið.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér.

Stikkorð: 365 miðlar Ari Edwald