Hagvöxtur á evrusvæðinu dróst saman á tímabilinu júlí til september samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofu Evrópu. Sérfræðingar telja nú enn líklegara að Seðlabanki Evrópu muni auka við magnbundna íhlutun í desember. The Wall Street Journal greinir frá

Hagvöxtur á ársgrundvelli var 1,2%, en það er lægsti hagvöxtur á ársgrundvelli síðan á þriðja ársfjórðungi síðasta árs. Ástæðan er ekki rakin beint í niðurstöðunum en þó er bent á lægri útflutningstölur í Þýskalandi, Grikklandi, Frakklandi og Ítalíu, auk áhrifa frá versnandi efnahagi nýmarkaðsríkja, s.s. Kína.

Efnahagur Þýskalands hægði mest á sér en það er stærsti efnahagur evrusvæðisins, efnahagur Ítalíu hægði einnig lítillega á sér. Efnahagur Grikklands, Finnlands og Portugals eru ennþá án hagvaxtar. Hagvöxtur var jákvæður í Frakkland, en hann hafði verið neikvæður á fyrri ársfjórðungi.

Þessi slæma niðurstaða er talin auka líkur á að Seðlabanki Evrópu muni auka við magnbunda íhlutunar aðgerðir sínar í desember.