Verg landsframleiðsla (VLF) í Kína jókst um 7,9% á á öðrum fjórðungi ársins miðað við sama tímabil í fyrra og var 0,2% undir spám greiningaraðila. CNN greinir frá

Hagvöxtur í landinu jókst hratt eftir að ágætis tökum var náð á faraldrinum. Þá hefur landið svo gott sem náð fullum bata frá því að faraldurinn hófst. Lítið rými virðist þó vera til staðar fyrir áframhaldandi hraðan hagvöxt.

Sjá einnig: Þúsundir skemmtu sér saman í Wuhan

Töluvert hefur hægst á hagvexti í landinu í kjölfar verðhækkana á hrávörum og verðbólgu. Verð á járni og kopar er í sögulegi hámarki og þá hafa raskanir í aðfangakeðjum einnig haft áhrif. Þá hafði útbreiðsla faraldursins í suðurhluta landsins einnig neikvæð áhrif á landsframleiðslu á framleiðslu.

VLF á fyrsta fjórðungi ársins 2021 jókst um 18,3% frá fyrsta fjórðungi síðasta árs. Það var þó einungis 0,6% aukning frá lokafjórðungi síðasta árs. Þá er vert að taka fram að landsframleiðsla dróst saman um 6,8% á fyrsta fjórðungi síðasta árs en þá var heimsfaraldurinn í hámarki í landinu.