Kínversk landsframleiðsla jóx um 6,7% á ársgrundvelli á fyrsta ársfjórðungi þessa árs samkvæmt nýjustu tölum frá kínverska ríkinu. Hagvöxtur þar á landi hefur ekki verið jafn hægur í sjö ár en hann er engu að síður í takt við vaxtarmarkmið kínversku ríkisstjórnarinnar.

Á síðasta ársfjórðungi ársins 2015 var 6,8% hagvöxtur á ársgrundvelli. Árið 2014 var 7,3% hagvöxtur í Kína en kínverska ríkið hefur sett hagvaxtarmarkmið fyrir árið 2016 í kringum 6,5-7%.

Þótt teikn séu á lofti um að þessi þróun haldi áfram niður á við þá voru einnig merki um vöxt á ýmsum sviðum hagkerfisins. T.d. jukust fjárfestingar í iðnaði um 10,7% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs auk þess sem að smásöluverslun jókst um 10,5% í marsmánuði.