Hagvöxtur á Indlandi hefur ekki verið minni síðan árið 2003 eða í níu ár, samkvæmt hagtölum um vöxt efnahagskerfisins á fyrsta ársfjórðungi 2012. Á ársgrundvelli mælist hagvöxtur 5,3% samanborið við 9,2% fyrir ári síðan. Financial Times fjallar um málið í dag.

Yfirmaður verslunarráðs landsins segir ástandið hörmulegt. Það einkennist af hægum vexti og mikilli verðbólgu. Bent er á að í 2. ársfjórðungur verði einnig erfiður en framleiðsla og útflutningur dróst saman í apríl vegna samdráttar í eftirspurn bæði erlendis og innanlands.