Hægt hefur á hagvexti í Mexíkó, en hagkerfi þjóðarinnar óx einungis um 2% milli júlí og september.

Ríkisstjórnin hefur dregið úr útgjöldum, hægt hefur á framleiðslu í iðnaði og neytendur hafa dregið úr neyslu. Lágt olíuverð og minni eftirspurn frá Bandaríkjunum hefur einnig haft áhrif á efnahag Mexíkó.

Samkvæmt fréttaveitu CNN Money er óttinn við Donald Trump einnig að hafa áhrif á hagkerfið. Trump hefur komið með stórar yfirlýsingar um Mexíkó og hótað að byggja múra og hækka tolla.

Þó hefur Mexíkóska Pesoið veikst um 8% gagnvart Bandaríkjadal, sem gæti aukið eftirspurn erlendra þjóða eftir útflutningsvörum landsins. Samt sem áður hefur útflutningur dregist saman í sex af níu mánuðum ársins.

Efnahagsleg staða þjóðarinnar er einnig farin að hafa áhrif á stuðning við Enrique Pena Nieto, sitjandi forseta. Stuðningur við sitjandi forseta hefur ekki verið jafn lítill í landinu frá því á tíunda áratugnum.

Greinendur erlendra fjármálafyrirtækja eru almennt lítið bjartsýnir fyrir hönd Mexíkó. Bandarísk stórfyrirtæki, sérstaklega í bílaiðnaði, hafa þó verið að fjárfesta í landinu og hyggjast færa stóran hluta framleiðslunnar yfir landamærin.