Leiðandi hagvísir greiningarfyrirtækisins Analytica, sem rekið er af Yngva Harðarsyni hagfræðingi, lækkar lítillega í septembermánuði ásamt því sem ágústgildið er endurskoðað niðurávið. Það þýðir að enn er lækkun hagvísisins, sem veitir vísbendingar um framleiðslu í hagkerfinu eftir sex mánuði, sú mesta frá árinu 2008.

Þó eru vísbendingar um að hægja sé á lækkun hagvísisins en of snemmt að segja um hvort botni sé náð. Því eru enn talsverðar líkur á stöðnun eða samdrætti inn á árið 2020 að mati fyrirtækisins.

Hagvísirinn nýtir sex undirliði til að skoða aðdraganda framleiðslu í hagkerfinu eftir hálft ár, en fjórir þeirra lækk frá því í ágúst. Mest áhrif til lækkunar er þróun debetkortaveltu, vöruinnflutnings og aflamagns, en hinir þrír þættirnir eru ferðamannabjöldi, heimsvísitala hlutabréfa og væntingavísitala Gallup.

Helstu þættirnir sem leiða til óvissu eru í bæði ferðaþjónustu og stöðunni í alþjóðastjórnmálunum. Hægt er að skoða ítarlega greiningu hagvísisins á vef Analytica , en þar kemur m.a. fram að í mars 2016 mælist mat á vendipunkti í hagvísinum til lækkunar.

Aftur kom vendipunktur í júlí 2017 sem gaf til kynna vendipunkt í átt til aukinnar landsframleiðslu snemma á síðasta ári, en síðan kom nýr vendipunktur í byrjun þess árs, árið 2018, sem gaf til kynna lækkun seinna á því ári.