Vöxtur í iðnframleiðsla í Kína var um 9,3% í apríl, sem er minnsti vöxtur iðnframleiðslu síðan í maí 2009 í landinu. Vöxtur í smásölu var 14,1%  og hefur ekki verið minni í 14 mánuði en vöxtur í fjárfestingum var á fyrstu fjórum mánuðum ársins 20,2% sem er það minnsta síðan í desember 2002. Þetta kemur fram í frétt The Guardian í dag.

Hagfræðingurinn Ken Peng, hjá BNP Paribas í Beijing segir við fréttastofu The Guardian að tölurnar séu merki um minnkandi eftirspurn á heimamarkaði og að vöxtur í hagkerfinu sé á niðurleið. Vöxtur í útflutningi var einnig minni en áætlun stjórnvalda gerði ráð fyrir 8,5 vexti á meðan raunin varð um 4,9%.