Hagvöxtur í Indlandi mældist 7% á fjórða ársfjórðungi ársins 2016. Á þriðja ársfjórðungi var hagvöxtur 7,4%. Hagvöxturinn var þó meiri en greiningaraðilar gerðu ráð fyrir, en þeir höfðu spáð 6,4% hagvexti. Um málið er fjallað í frétt BBC .

Við því var búist að bann á reiðufé sem komið var á í landinu seint á síðasta ári. 500 og 1.000 rúpíu seðlar voru teknir úr umferð til þess að koma í veg fyrir spillingu.

Gert var ráð fyrir því að hagvöxtur á fyrsta árshluta 2017 verði 7,1%.