*

mánudagur, 19. ágúst 2019
Erlent 9. september 2013 23:02

Hægri sigur í Noregi

Solberg mun taka við af Stoltenberg.

Ritstjórn

Borgaralegu flokkarnir í Noregi unnu sigur í þingkosningunum sem fram fóru þar í landi í dag. Það þýðir að dagar Jens Stoltenbergs á stóli forsætisráðherra eru senn á enda. 

Erna Solberg mun væntanlega taka við forsætisráðuneytinu en hún er formaður Íhaldsflokksins. 

Borgaraflokkarnir eru með 96 menn kjörna en vinstriflokkarnir með 72.

Stikkorð: Noregur