Sendir hafa verið út greiðsluseðlar vegna lokagreiðslu hreindýraveiðileyfa og síðasti mögulegi greiðsludagur er 2. júlí nk. Á vef Umhverfisstofnunar kemur fram að veiðimenn sem greiða ekki á tilskildum tíma afsala sér úthlutuðu leyfi. Fyrir tarfa þurfa veiðimenn að greiða 101.250 kr. en fyrir kýr greiðast 60.000 kr. Áður en veiðimaður fer til hreindýraveiða skal hann hafa staðist verklegt skotpróf á síðustu tólf mánuðum.