Fulltrúar Norðurþings hafa fengið fullt umboð til að skrifa undir fyrirliggjandi samninga við þýska iðnfyrirtækið PCC vegna áforma fyrirtækisins um uppbyggingu kísiliðjuvers á Bakka. Þetta var samþykkt á aukafundi bæjarstjórnar Norðurþings í gærkvöld. Frá þessu greinir Vikudagur .

„Ef allt gengur eftir verður hægt að hefja framkvæmdir á haustdögum, sem þýðir að verksmiðjan getur tekið til starfa árið 2016,“ segir Gunnlaugur Stefánsson, forseti bæjarstjórnar Norðurþings, í samtali við Vikudag.