Twitter tilkynnti í dag að nú geti notendur þess hjálpað forsetaframbjóðendum að fjármagna kosningabaráttur sínar. Hugmyndin er sú að ef þú lest tíst frá forsetaframbjóðenda og vilt leggja honum lið fjárhagslega geturu gert það án þess að loka Twitter. Þessu greinir vefsíðan Forbes frá.

Frambjóðendurnir þurfa að skrá sig fyrir aðgang á Square Cash og ef kosningabarátta þeirra er samþykkt af Square þá geta þeir tweetað ákveðna slóð eða notað myllumerkið (e. hashtag) $Cashtag. Þeir sem hafa áhuga á að styrkja frambjóðendurnar geta svo valið upphæðina sem þeir vilja gefa.

Í tilkynningu frá Twitter segir að þetta sé fljótasta og auðveldasta leiðin til að framkvæma svokallað online donation. Til gamans má geta að Jack Dorsey sem er forstjóri Twitter er einnig stofnandi og forstjóri Square.