Rafbíll Tesla Motors, Model S, hefur vakið verðskuldaða athygli. Ekki aðeins er aðeins knúinn með rafmagni heldur er hann einnig gífurlega langdrægur og getur keyrt sig sjáfur upp að vissu marki. Nú hefur þó enn einn hæfileiki bifreiðarinnar komið í ljós - hún getur virkað sem bátur í stuttar tímalengdir.

Elon tísti um það á Twitter-síðu sinni í gær að Tesla Model S eigandi hefði keyrt gegnum göng sem full voru af vatni. Þá hafði bíllinn flotið á vatninu og hjólin verkað sem eins konar árar. Musk tísti svo um það að þrátt fyrir að Tesla Motors mælti ekki með því að gera það, þá væri hægt að nota bifreiðina á slíkan hátt:

Þetta er þá hægt vegna þess að bæði rafmótor og rafhlaða bílsins eru innsigluð. Þá kemst ekkert vatn inn í drifkerfi bílsins. Meðan loft er inni í bílnum ætti hann því að fljóta - í einhverja stutta stund, að minnsta kosti.