Slitastjórnir gömlu bankanna geta nú höfðað riftunarmál fyrir íslenskum dómsstólum gegn þeim sem hafa flutt lögheimili sitt úr landi. Alþingi samþykkti lög þessa efnis á fimmtudag í síðustu viku auk þess að lengja frest slitastjórna til að höfða riftunarmál úr 24 mánuðum í 30.

Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að margir stjórnendur og stjórnarmenn bankanna sem féllu í október 2008 hafi flutt lögheimili sín til annarra landa eftir hrun og eigi þeir varnarþing þar. Mörgum þeirra hafi verið ráðlagt að gera slíkt til að forðast riftunarmál og að hægt verði að setja þá í þrot fyrir íslenskum dómsstólum.