Opnað hefur verið fyrir skilavef fyrir veiðiskýrslur og umsókn um veiðikort á vef Umhverfisstofnunar. Stofnunin er þessa dagana að senda út aðgangsorð fyrir skilavefinn með tölvupósti og eftir því sem fram kemur á vef stofnunarinnar ættu allir að vera komnir með aðgangsorðið sitt fyrir helgi.

© Björgvin Guðmundsson (VB Mynd/BG)

Aðgangsorðin frá í fyrra gilda þannig að þeir veiðimenn sem hafa aðgangsorð frá síðasta ári geta notað það. Á veiðiskýrsluna hefur verið bætt við síðu fyrir skráningu hlunnindaveiða.

Markmiðið er að sjá hve stórt hlutfall veiði kemur úr hlunnindaveiðum á móti skotveiðum. Á þeirri síðu skráist veiði vegna háfaveiða eða ungatöku. Ef veiði er tilgreind fyrir tegund og ákveðinn fjöldi gefinn upp er óskað eftir því að veiðimenn tilgreini þann fjölda sem veiddist við hlunnindaveiðar.