*

fimmtudagur, 27. júní 2019
Innlent 13. júní 2018 08:29

Hægt að stækka útboð Arion banka

Hlutabréfaútboði bréfa Arion banka lýkur í dag en áskriftir hafa borist fyrir öllum hlutum í boði að meðtöldum stækkunarmöguleikum.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Almennu útboði hluta í Arion banka lýkur klukkan 15:00 í dag, en þegar hafa borist áskriftir fyrir þeim hlutum sem eru í boði auk stækkunarheimildar.

Arion banki tilkynnti um áskriftirnar í morgun, síðasta dag hlutafjárútboðsisns, vegna ábendingar Fjármálaeftirlitsins en nægar áskriftir bárust í gær til að hægt væri að nýta stækkunarheimildina. Ekki hefur þó verið tekin ákvörðun um hvort það verði gert samkvæmt upplýsingum frá Arion banka.

Í tilkynningunni kemur fram að seljandi hafi hvorki samþykkt framkomin tilboð né tekið ákvörðun um endanlegt útboðsverð auk þess sem áskriftum kann að vera breytt. Skilmálar útboðsins eru nánar tilgreindir í lýsingunni. Almennu útboði á Íslandi og í Svíþjóð lýkur þann 13. júní næstkomandi kl. 15:00 að íslenskum tíma.

Leiðarar, pistlar og skoðanadálkar um Arion banka:

Fleiri fréttir um málefni Arion banka:

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is