Viðræður um kaup Borfélags Íslands á Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða ganga hægar en áætlað var í fyrstu. Fram kemur í Sunnlenska fréttablaðinu að tíma hafi tekið að fara yfir öll gögn. Þegar blaðið greindi frá viðræðunum í janúar var sagt að kaupin myndu ganga í gegn á næstu dögum. Nú er hins vegar gert ráð fyrir því að ferlinu ljúki um miðjan næsta mánuð.

Meirihluti Ræktunarsambandsins eða 65% er í eigu erfingja Ólafs Snorrasonar, sem lést í ágúst í fyrra. Sjö búnaðarfélög á Skeiðunum og í Flóanum eiga það sem út af stendur. Borfélagið er svo í eigu sjóðs sem rekinn er af GAMMA.