Fyrirtæki og stofnanir hægðu á endurgreiðslum erlendra lána í sumar. Það ásamt gjaldeyrisinnflæði frá erlendum ferðamönnum og auknum skilum útflutningsfyrirtækja á gjaldeyri eftir að glufur í gjaldeyrislögum voru þéttar í mars hafa styrkt krónuna.

Gengisvísitalan stóð í 224,6 stigum í maí um það leyti sem Peningamál komu síðast út. Hún stendur nú í rétt rúmum 207 stigum.

Þetta er mat Seðlabankans og kemur fram í Peningamálum, ársfjórðungsriti bankans, sem kom út í morgun.

Gengi krónunnar hefur hækkað um 8,2% síðan í maí, þar af um 10% gagnvart evru.