*

laugardagur, 27. nóvember 2021
Innlent 30. nóvember 2020 15:34

Hækka hlutafé um allt að 6 milljarða

Stjórn Kaldalóns boðar til hluthafafundar þar sem óskað verður eftir heimild til að hækka hlutafé um allt að 6 milljarða króna.

Ritstjórn
Jónas Þór Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Kaldalóns.
Eyþór Árnason

Fasteignaþróunarfélagið Kaldalón, sem skráð er á First North markað Nasdaq á Íslandi, hefur boðað til hluthafafundar sem fer fram að viku liðinni. Meðal tillaga sem settar verða fram á fundinum er staðfesting á breytingu á samþykktum félagsins sem samþykkt var á aðalfundi þess þann 26. júní 2020, um að hlutafé hlutafé félagsins verði hækkað um allt að sex milljarða króna.

Þá verður leitast eftir staðfestingu á breytingum á samþykktum félagins þar sem bætt var við heimild til að fjárfesta í skráðum og óskráðum hlutabréfum og skuldabréfum. Auk þess er lögð fram tillaga um tilgangi félagsins verði breytt þannig að félaginu sé heimilt kaupa, selja og reka fasteignir.

Tillaga um að fjárfestingar- og hagsmunaráð félagsins, ásamt fjárfestingarstefnu þess, verði felld niður verða einnig lagðar fyrir stjórn félagsins. Jafnframt leggur stjórn félagsins til að stjórn fái heimild frá hluthöfum til að kaupa fyrir hönd Kaldalóns allt að 10% af eigin hlutabréfum.

Stikkorð: hluthafafundur hlutafé Kaldalón