Stjórnvöld í Danmörku samþykktu í dag hækkun á kolefnisgjaldi fyrir fyrirtæki, bæði innan og utan kolefniskvótakerfis ESB. Hækkunin er sett fram með það að leiðarljósi að ná markmiðum Danmerku um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 70% fyrir árið 2030. Kolefnisgjaldið í Danmörku er nú það hæsta í Evrópu. Reuters greinir frá.

Heildarálagning koltvísýrings (CO2) verður 1.125 danskar krónur, jafngildir 21 þúsund krónum, á tonnið árið 2030 fyrir fyrirtæki sem falla undir viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir gróðurhúsalofttegunda eða ETS (sem stendur fyrir Emission Trading System). Fyrir var gjaldið 750 danskar krónur og munu fyrirtæki sem falla ekki undir ETS greiða munu áfram greiða 750 danskar krónur í kolefnisgjald.

Jeppe Bruus, skattaráðherra í Danmörku, segir þetta vera stærsta einstaka framlagið hingað til til að draga úr losun fyrir árið 2030.