*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 18. janúar 2017 09:15

Hækka lánshæfiseinkunn Landsvirkjunar

S&P Global Ratings hefur hækkað lánshæfiseinkunnir Landsvirkjunnar í BBB/A-2. Horfur eru stöðugar.

Ritstjórn
Hörður Árnason, forstjóri Landsvirkjunar.
Haraldur Guðjónsson

Matsfyrirtækið S&P Global Ratings hefur hækkað lánshæfiseinkunnir Landsvirkjunar í BBB/A-2 úr BBB-/A-3. Horfur eru stöðugar. Einkunnirnar eiga við langtíma- og skammtímaskuldir með og án ríkisábyrgðar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Landsvirkjun.

Hækkunin kemur í kjölfar hækkunar á lánshæfi ríkissjóðs Íslands í A- úr BBB+ sem tilkynnt var 13. janúar 2017.