Formaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir að allt bendi til þess að hækka verði lífeyrisaldurinn, en það verði gert á löngum tíma, e.t.v. þrjátíu árum. „Aðrir möguleikar eru að hækka iðgjöld eða lækka réttindi, hvorugt fýsilegar aðgerðir. Ég vil líka leggja áherslu á að þetta er aðeins tengt hækkandi aldri þjóðarinnar og þörfinni fyrir að taka lífeyri í lengri tíma en áður, þetta á alls ekkert skylt við aðgerðir til jöfnunar lífeyrisréttinda á milli opinberra starfsmanna og þeirra sem eru á almenna markaðnum eins og rætt hefur verið í hinum svonefndu SALEK-viðræðum, það er óskylt mál,“ segir Ásta Rut Jónasdóttir.

Hún segist ekki telja að ástæða sé til ótímabærrar svartsýni. „Þó að menn telji að meginlínur liggi fyrir í þessu, þá liggur endanleg niðurstaða ekki fyrir um hvað gert verður eða hvernig útfært. Það skýrist í haust. Hins vegar – og ég legg áherslu á það: Afkoma Lífeyrissjóðs verzlunarmanna í fyrra og næstu ár á undan styrkja verulega stöðu sjóðsins til að takast á við þetta krefjandi viðfangsefni án þess að sjóðfélagar þurfi að gefa eftir í réttindum sínum.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .