Bandaríski smásölurisinn Walmart hefur gefið það út að lágmarkslaun framlínustarfsmanna muni hækka úr 12 dölum á klukkustund í 14.

Walmart, sem er stærsti vinnuveitandi í einkaeigu í Bandaríkjunum, gerir þetta til að bregðast við harðri samkeppni um framlínustarfsmenn á bandarískum vinnumarkaði.

Walmart er þó enn eftirbátur samkeppnisaðila á borð við Amazon og Target, sem greiða framlínustarfsfólki að lágmarki 15 dali á tímann.