Fiskverslun í Seattle
Fiskverslun í Seattle
© Aðrir ljósmyndarar (VB MYND)
Íslensk fyrirtæki ákvarða verð sín í stórum dráttum með svipuðum hætti og fyrirtæki í öðrum löndum þrátt fyrir miklar efnahagssveiflur. Þau yfirfara að jafnaði verðlista sína á fjagra mánaða fresti og breyta verði sínu á sex mánaða fresti. Algengara er að líta til liðinnar verðbólgu við verðákvarðnir hérlendis en í öðrum þróuðum ríkjum, sem bæði eykur áhrif gengishreyfinga á verðbólgu og gerir áhrifin þrálátari. Þá eru gengisbreytingar mun stærri orsakavaldur verðbreytinga hér á landi en í öðrum löndum, að Tyrklandi undanskildu.Þetta kemur fra í nýútkominni rannsóknarritgerð sem unnin var á vegum Seðlabanka Íslands.

Ein niðurstaða rannsóknarinnar var að fyrirtæki eru líklegri til þess að hækka verð eftir gengisfall en að lækka verð eftir gengisstyrkingu. Sérstaka athygli vekur að þriðjungur fyrirtækja sem voru ekki útsett með beinum hætti fyrir gengisbreytingum hækkuðu verð sitt eftir 30% gengislækkun á fyrri hluta ársins 2008 á meðan ekkert þeirra lækkaði verðið í kjölfar 10% gengisstyrkingar ári fyrr, segir í úttekt greiningar Íslandsbanka á rannsókninni.