Greiningarfyrirtækið IFS hefur hækkað verðmat sitt á Sýn um rúmlega 4% og mælir með því að fjárfestar kaupi hlutabréf í félaginu. Þessi hækkun stafar að mestu af hærri tekjuspá greiningarfyrirtækisins. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu.

Í nýrri greiningu IFS er gert ráð fyrir að markgengi bréfanna eftir tólf mánuði verði 90 krónur á hlut. Greinendurnir spá því að tekjur Sýnar verði um 22,1 milljarður króna á þessu ári en það er um 55% aukning milli ára.

Í kjölfarið verði tekjuvöxturinn hins vegar minni eða frá tveimur prósentum á næsta ári og upp í 2,8% langtímavöxt árið 2024.