Airbnb hyggst safna 30 - 33 milljörðum dollara í frumútboði sínu um miðjan næsta mánuð. Áður hafði verið gert ráð að Airbnb myndi safna 30 milljörðum en ekki liggur fyrir á hvaða gengi hlutirnir verða seldir á.

Heimsendingarfyrirtækið Grubhub mun einnig skrá sig á hlutabréfamarkað um miðjan næsta mánuð. Félagið stefnir að safna alls 25 -28 milljörðum dollara en áður stefndi félagið á að safna 25 milljörðum, að því er segir í frétt WSJ um málið.

Árið 2017 var Airbnb metið á 31 milljarð dollara en verðmatið lækkaði síðan niður í um 18 milljarða í upphafi heimsfaraldursins þegar bókanir féllu. Síðan þá hefur Airbnb fengið um tvo milljarða dollara í láni, sagt upp fjórðung af sínu starfsfólki og sett mörg verkefni á ís.

Verðmiðinn á DoorDash, sem er stærsta heimsendingarfyrirtækið í Bandaríkjunum, hefur hækkað verulega hratt. Árið 2018 var félagið metið á 1,4 milljarða dollara en yfir 15 milljarða á þessu ári. Skyldu DoorDash takast að safna 25 milljörðum hefur virði félagsins þá nær átjánaldast frá 2018.