Evrópski seðlabankinn boðar 25 punkta stýrivaxtahækkun í júli en vextirnir standa nú í 0,5%. Frekari hækkanir eru fyrirhugaðar á árinu en bankinn gerir ráð fyrir jákvæðum stýrivöxtum fyrir lok árs. Þetta er fyrsta stýrivaxtahækkun bankans síðan árið 2011. BBC greinir frá.

Samhliða vaxtahækkununum uppfærði bankinn verðbólguspá sína. Bankinn spáir 6,8% verðbólgu á þessu ári en gerir svo ráð fyrir 3,5% verðbólgu árið 2023 og 2,1% árið 2024. Þar að auki lækkaði bankinn hagvaxtarspá sína. Hann spáir 2,8% hagvexti í ár en áður hafði hann spáð 3,7% hagvexti auk þess gerir hann ráð fyrir 2,1% - 2,8% hagvexti árið 2023.

Hækkunin er viðbragð við ört vaxandi verðbólgu á evrusvæðinu en hún mælist 8,1% sem er langt umfram 2% verðbólgumarkmið bankans. Flestir seðlabankar hafa nú þegar hækkað sína vexti.