*

laugardagur, 15. ágúst 2020
Erlent 11. desember 2019 10:30

Hækkaði um hundruð milljarða

Markaðsvirði Saudi Armaco hækkaði um 170 milljarða dollara í verði í fyrstu viðskiptum eftir skráningu.

Ritstjórn
epa

Saudi Armaco, ríkisolíufyrirtæki Sádi-Arabíu hækkaði um 10% eftir að viðskipti hófust með bréf félagsins í kauphöllinni í Ríad í morgun. Skráning Saudi Armaco kemur í kjölfarið á stærsta hlutafjárútboði sögunnar en stjórnvöld í landinu seldu um 1,5% hlut í félaginu á 25,6 milljarða dollara sem þýddi að heildarverðmæti þess nam um 1.700 milljörðum dollara. 

Eftir hækkun dagsins nemur verðmæti félagsins um 1.888 milljörðum dollara og er félagið langverðmætasta skráða fyrirtæki heims, tæplega 700 milljörðum verðmætara en Apple. Þrátt fyrir það er markaðsverðmætið en undir markmiði Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu um 2.000 milljarða dollara verðmat.

Skráning Saudi Aramco er hluti af áætlun konungsfjölskyldunnar í landinu um að draga úr mikilvægi olíu fyrir efnahag landsins en ágóðinn af sölunni mun fara í fjárfestingar sem tengjast ekki orkuframleiðslu. 

Hér má sjá fleiri fréttir um olíuframleiðslufyrirtæki Sádi Arabíu, Aramco: