Rekstrartekjur Landsvirkjunar námu 217,9 milljónum dollara, rúmlega 25 milljörðum króna, á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Aukningin á milli ára nemur 20,3% frá sama tímabili árið áður. EBITDA nam 179,2 milljónum dollara, um 20 milljörðum króna, sem gerir 82,3% af veltu. Á sama tíma var hún 79,4%.

„Afkomubatinn á fyrri árshelmingi er vel viðunandi. Tekjuaukninguna má fyrst og fremst rekja til breytinga á samningum um raforkuverð svo og hækkandi álverðs. Það er ánægjulegt að lykilmælikvarðar um fjárhagslegan styrk fyrirtækisins þróast áfram í rétta átt þótt enn vanti upp á að fyrirtækið standist samanburð við erlend raforkufyrirtæki og kröfur erlendra matsfyrirtækja. Við munum halda áfram að bæta þessar kennitölur,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.