Meðalaldur bíla sem skráðir eru á vegum landsins var í fyrra 10,9 ár og hefur hann ekki verið hærri frá árinu 1990. Í raun hefur meðalaldur bíla eingöngu verið hærri en 10 ár frá árinu 1990 og í fyrra skiptið var árið 2009. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu. Meðalaldur bifreiða annarra en fólksbíla var 11,6 ár og er svipaður í upphafi aldarinnar.

Þar segir jafnframt að skráðum bílum hafi fækkað um eitt þúsund á liðnu ári og voru þeir 237 þúsund í lok ársins. Til samanburðar fækkaði skráðum bílum um 5 þúsund á milli áranna 2008 og 2009 en á árunum fyrir hrun hafði þeim fjölgað um rúmlega 10 þúsund árlega.

Þá hefur bílum sem skilað er til förgunar fækkað talsvert. Árið 2006 var 8.619 bílum skilað inn til förgunar en í fyrra voru þeir 2.990.