Ísland telst til þeirra ríkja sem búa við mikla áhættu í ríkisfjármálum samkvæmt úttekt greiningarfyrirtækisins Maplecroft, sem Morgunblaðið vísar, en Ísland er í 38. sæti af 163 á lista fyrirtækisins. Fyrir ofan Ísland á listanum má finna ríki á borð við Svíþjóð, Þýskaland, Danmörku, Finnland og Japan en mesta áhættu búa Ítalir við.

Það er öðru fremur hækkandi meðalaldur íbúa sem veldur hættu á að ríkisfjármál ríkjanna verði ósjálfbær enda fylgja honum hækkandi ríkisútgjöld, m.a. í formi ellilífeyris. Ennfremur hægir hækkandi meðalaldur á endurnýjun og vexti vinnuafls.