Seðlabankinn spáir því að verð á sjávarafurðum muni hækka um 8% á þessu ári og um 4% á því næsta samhliða hækkunum heimsmarkaðsverðs á annarri matvöru. Í febrúar spáði bankinn því að verð á sjávarafurðum myndi hækka um 5% á þessu ári og 3% árið 2012.

Þetta kemur fram í Peningamálum 2/2011 sem komu út í apríl. Þar segir jafnframt að spáin um þróun álverðs hafi verið hækkuð um 2 prósentustig og spáir bankinn nú 17% hækkun álverðs á þessu ári og 3% hækkun að jafnaði á næstu árum. Þannig er gert ráð fyrir hagstæðri verðþróun á tveimur helstu útflutningsafurðum Íslendinga. Þess má geta að verð á þriggja mánaða framvirkum samningum með ál var í fyrradag 2.721 dalir/tonn og hefur það hækkað um rúm 10% það sem af er ári. Seðlabankinn Hækkandi verði útflutningsafurða