Helstu hlutabréfavísitölur Bandaríkjanna hafa hækkað um 1,3%-2,2% frá opnun bandaríska hlutabréfamarkaðarins í dag og ‏þar með rétt aðeins úr kútnum eftir lækkanir í gær.

Margir fjárfestar eru farnir að veðja á að 0,25 prósentu vaxtahækkun Seðlabanka Bandaríkjanna í gær hafi verið sú síðasta í bili. Fall Silicon Valley Bank og Signature Bank hafi leitt til þess að seðlabankinn telji ekki ‏þörf á jafnmiklum vaxtahækkunum.

Í umfjöllun Financial Times segir að verðlagning á skuldabréfamarkaði gefi til kynna að markaðsaðilar telji líklegustu sviðsmyndina vera að seðlabankinn haldi vöxtum óbreyttum við næstu vaxtaákvörðun en fylgi henni á eftir með röð vaxtalækkana síðar í ár. Verðlagningin gefi ‏þó til kynna að líkur séu á 25 punkta hækkun í maí.

Hlutabréf í Bandaríkjunum hækkuðu ‏þrátt fyrir að Stoxx Europe 600 vísitalan og FTE 100 hlutabréfavísitölurnar lækkuðu lítillega í dag.

Hækkun helstu hlutabréfavísitala Bandaríkjanna það sem af er degi:

  • S&P 500: +1,6%
  • Nasdaq Composite: +2,2%
  • Dow Jones Industrial Average: +1,3%