Allir helstu hlutabréfamarkaðir í Asíu hækkuðu í viðskiptum dagsins og markaðir í Evrópu hafa hækkað það sem af er degi.

Nikkei 225 í Japan hækkaði um 1,74%. Hang Seng í Hong Kong 1,17% og samsetta vísitalan í Sjanghæ hækkaði um 1,75%. Að sögn fréttastofu Reuters þá eru fjárfestar víða um heim eru þó varir um sig, en þeir bíða stýrivaxtaákvörðun Seðlabanka Japan á morgun.

Hlutabréfamarkaðir í Evrópu hafa einnig hækkað við upphaf viðskipta í morgun. FSTE í London hefur hækkað um 0,74%. DAX í Þýskalandi hefur hækkað um 1,78%, CAC 40 í Frakklandi hefur hækkað um 0,66% og samevrópska Stoxx 600 vísitalan hefur hækkað um 0,96%.