Evrópskar hlutabréfavísitölur hafa hækkað það sem af er degi og hafa ekki verið hærri í tvo mánuði. Ástæðan er sú að gert er nú ráð fyrir því að evrópski seðlabankinn muni enn herða á aðgerðum, m.a. skuldabréfakaupaum, sem og fréttum af því að meiri hreyfing er nú á fyrirtækjakaupum í álfunni en áður, að því er segir í frétt Bloomberg.

FTSE vísitalan breska hefur hækkað um 0,72% í dag, franska CAC um 1,46% og þýska DAX um 1,63%.

Helst eru það hlutabréf banka og fjármálafyrirtækja sem hafa dregið vagninn í dag.