Hlutabréfavísitölur í Evrópu hækkuðu í dag og samkvæmt frétt Financial Times er ástæðan góð byrjun á ársreikningaskilatímabilinu í Bandaríkjunum. Í gær skilaði Alcoa árshlutareikningi sem var eilítið betri en gert hafði verið ráð fyrir og í honum er gert ráð fyrir óbreyttri eftirspurn í Kína.

Fjárfestar virðast nú hafa minni áhyggjur en áður af ástandinu í Egyptalandi og áformum bandaríska seðlabankans.

FTSE vísitalan breska hækkaði um 0,98% í dag, þýska DAX um 1,12% og franska CAC vísitalan hækkaði um 0,52%. Japanska Nikkei vísitalan hækkaði um 2,58% og Hang Seng í Hong Kong um 0,49%. Samnorræna OMX vísitalan hækkaði um 1,03% í dag.